Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 06. september 2018 09:46
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu frá æfingu Íslands í fallega austurríska fjallabænum
Icelandair
Fjallabærinn Schruns.
Fjallabærinn Schruns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er við æfingar í austurríska fjallabænum Schruns en þessi 3.818 manna bær er rétt við landamærin að Sviss.

Í dag heldur íslenska liðið yfir til St. Gallen þar sem leikið verður gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag.

Íslenska liðið kom saman í Austurríki á mánudaginn en teymi Fótbolta.net er í Schruns og í meðfylgjandi myndbandi má sjá frá æfingu sem er núna í gangi.

Hörður Björgvin Magnússon og Emil Hallfreðsson voru í séræfingum með sjúkraþjálfara en þeir eru tæpir fyrir komandi leik.

Í dag koma viðtöl við nokkra landsliðsmenn og fleira efni hér inn á síðuna.


Athugasemdir
banner
banner