Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 07. ágúst 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berahino félagslaus eftir að samningi hans var rift (Staðfest)
Saido Berahino.
Saido Berahino.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Saido Berahino er búinn að komast að samkomulagi við Stoke um að rifta samningi sínum við félagið.

Hann er núna félagslaus.

Berahino er 26 ára og þótti gríðarlega spennandi leikmaður fyrir nokkrum árum og var eftirsóttur af stórliðum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann fór í hálfgert verkfall þegar West Brom hafnaði tilboðum í hann frá Tottenham og Crystal Palace árið 2016. Hann fitnaði og þótti ekki í standi til að spila fyrir félagið og var á endanum seldur til Stoke.

Hjá Stoke náði hann sér ekki á strik og lenti í vandræðum utan vallar. Hann var í maí gripinn við ölvunarakstur. Berahino spilaði 56 leiki fyrir Stoke og skoraði fimm mörk. Hann lék síðast fyrir félagið í febrúar.

Hann átti þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Stoke. Talið er að Stoke borgi honum 2,5 milljónir punda til þess að leysa hann undan samningi.

Hann fékk ekki mörg orð skrifuð um sig í tilkynningu á vefsíðu Stoke í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner