Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 08. mars 2020 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég myndi spila Gilmour í Meistaradeildinni"
Mynd: Getty Images
Billy Gilmour hefur stigið upp á stjörnuhimininn hjá Chelsea á skömmum tíma. Gilmour lék vel gegn Liverpool í enska bikarnum í liðinni vikur og var í dag í fyrsta sinn í byrjunarliðinu þegar Everton kom í heimsókn á Stamford Bridge. Chelsea vann Everton sannfærandi 4-0.

Gilmour þótti leika vel á miðjunni hjá Chelsea og er Karen Carney, fyrrum vængmaður enska kvennalandsliðsins, tilbúinn með stóru orðin eftir leik. Carney var að störfum fyrir BBC Radio 5 í dag.

„Billy Gilmour hreinsaði upp allt, spilaði einfalt - ein eða tvær snertingar," sagði Carney.

„Hann kom með fullt af orku inn á miðjuna og spilaði eins og hann væri hokinn af reynslu. Hann er með allt sem þarf, ég er mjög hrifin."

„Ætti að spila honum í Meistaradeildinni? Ég myndi gera það. Ég myndi gera það án þess að hika,"
bætti Carney við.
Athugasemdir
banner
banner
banner