Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 08. ágúst 2019 08:12
Magnús Már Einarsson
Shaqiri til Mónakó og Eriksen til Spánar?
Powerade
Xherdan Shaqiri er orðaður við brottför frá Liverpool.
Xherdan Shaqiri er orðaður við brottför frá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hvert fer Christian Eriksen?
Hvert fer Christian Eriksen?
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokar klukkan 16:00 í dag. Hér er allt helsta slúðrið úr slúðurblöðunum!



Manchester United er tilbúið að greiða 81 milljón punda riftunarverð í samningi framherjans Inaki Williams (25) hjá Athletic Bilbao. (Mai)

Möguleg félagskipti Leroy Sane (23) frá Bayern Munchen til Manchester City hafa ekki gengið þar sem leikmaðurinn er meiddur á hné. (Mail)

David Luiz (32), varnarmaður Chelsea, er á leið til Arsenal á átta milljónir punda. (Mirror)

WIlfried Zaha (26) framherji Crystal Palace hefur óskað eftir sölu. Zaha vill ganga í raðir Everton. (Express)

Crystal Palace hefur sagt Everton að félagið ætli ekki að samþykkja lægra tilboð en 100 milljónir punda í Zaha. (Guardian)

Everton ætlar að reyna að fá Fikayo Tomori (21) varnarmann Chelsea og Nathan Ake (24) varnarmann Bournemouth í dag. (Sun)

Sunderland er að reyna að fá Danny Drinkwater (29) á láni frá Chelsea. (Mail)

Newcastle er við það að kaupa sænska hægri bakvörðinn Emil Krafth (25) frá Amiens í Frakklandi. (Newcastle Chronicle)

Atletico Madrid er að undirbúa tilboð í Christian Eriksen (27) hjá Tottenham. (Independent)

Sami Khedira (32) miðjumaður Juventus hefur hafnað tveimur félögum því hann vill ganga í raðir Arsenal. (Star)

Norwich hefur boðið 15 milljónir punda í Alexis Claude-Maurice (21) framherja Lorient í Frakklandi. (e Telegramme)

Mónakó hefur áhuga á Xherdan Shaqiri (27) leikmanni Liverpool. (Blick)

Napoli vill fá 23 milljónir punda fyrir albanska varnarmanninn Elseid Hysaj (25) en Tottenham hefur sýnt áhuga. (Goal)

Leicester hefur náð samkomulagi við Sampdoria um kaup á miðjumanninum Dennis Praet. (Mail)

Ólíklegt er að Leicester kaupi varnarmann til að fylla skarð Harry Maguire. Félagið gæti hins vegar fengið varnarmann á láni. (Leicester Mercury)

Aston Villa hefur hafið viðræður við RB Leipzig um kaup á framherjanum Jean-Kevin Augustin (22). (Star)

Aston Villa hefur áhuga á að fá framherjann Said Benrahma (23) frá Brentford. (Star)

Wolves hefur lagt fram 30 milljóna punda tilboð í Daniele Rugani (25) miðvörð Juventus. (Times)

Wolves hefur ekki lengur áhuga á Mario Lemina (25) miðjumanni Southampton. (Daily Echo)

Brighton hefur boðið 28 milljónir punda í Sander Berge (21) miðjumann Genk og norska landsliðsins. Sheffield United bauð 22 milljónir punda í hann á dögunum en því tilboði var hafnað. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner