Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 10. mars 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael hafði betur í Íslendingaslag - Jafntefli hjá Ajax
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var Íslendingaslagur í dönsku deildinni í dag þegar Silkeborg fékk AGF í heimsókn.


Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF en Stefán Teitur Þórðarson spilaði síðasta stundafjórðunginn fyrir Silkeborg. Leiknum lauk með 1-0 sigri AGF.

AGF er með 33 stig í 5. sæti en Silkeborg í 6. sæti með 27 stig.

Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúman klukkutíma þegar AJax gegerði 2-2 jafntefli gegn Sittard í hollensku deildinni. Staðan var 2-2 en Jordan Henderson lagði upp fyrra mark Ajax á Kenneth Taylor.

Brian Brobbey kom inn á sem varamaður fyrir Kristian Nökkva og hann skoraði undir lok leiksins og tryggði liðinu stig. Ajax er í 5. sæti með 40 stig en liðið er 13 stigum frá Meistaradeildarsæti.

Ekki Íslendingaslagur í ítalska bikarnum

Guðný Árnadóttir var ekki í leikmannahópi AC Milan þegar liðið féll úr leik í undanúrslitum ítalska bikarsins eftir tap gegn Roma 5-2 en Roma vann einvígið samanlagt 7-2.

Roma mætir Alexöndru Jóhannsdóttir og stöllum í Fiorentina í úrslitum.


Athugasemdir
banner