fim 25. apríl 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Leikur ÍA og FH færður inn í höllina - Fyrsti grasleikurinn á Meistaravöllum
Heimavöllur ÍA á Akranesi. Mynd var tekin á sunnudaginn síðasta.
Heimavöllur ÍA á Akranesi. Mynd var tekin á sunnudaginn síðasta.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Leikur ÍA og FH sem fram fer á sunnudag hefur verið færður inn í Akraneshöllina. ÍA vann Fylki í höllinni síðasta sunnudag og á aftur heimaleik í fjórðu umferðinni.

Fyrsti grasleikur Bestu deildarinnar þetta tímabilið verður því leikur KR og Breiðabliks sem verður á Meistaravöllum á sunnudagskvöld.

Þó heimavöllur KR sé auðvitað ekki kominn í sitt besta stand hafa KR-ingar verið ákveðnir í að spila þar, eftir að hafa þurft að leika heimaleik á hlutlausum velli í síðustu umferð. KR tapaði þá gegn Fram á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum.

sunnudagur 28. apríl

Besta-deild karla
14:00 Vestri-HK (AVIS völlurinn)
14:00 ÍA-FH (Akraneshöllin)
16:15 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:30 KR-Breiðablik (Meistaravellir)

mánudagur 29. apríl

Besta-deild karla
18:00 Valur-Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner