Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 10. júlí 2025 23:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís reynir að ná boltanum af markverði Noregs eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu í kvöld.
Glódís reynir að ná boltanum af markverði Noregs eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu í kvöld.
Mynd: EPA
Glódís spilaði sinn 140. landsleik í kvöld.
Glódís spilaði sinn 140. landsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarlega mikil vonbrigði og mjög erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við gætum fagnað saman inn í klefa sem lið," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 4-3 tap gegn Noregi á Evrópumótinu í kvöld.

Þetta var lokaleikur Íslands á EM en liðið var þegar úr leik áður en flautað var til leiks í kvöld. Það var samt sem áður súrt að enda ekki mótið á jákvæðum nótum.

Ísland byrjaði leikinn vel en svo hrundi allt eiginlega þegar við komumst yfir.

„Það slitnar á milli okkar og það verða gríðarleg pláss sem þær eru góðar í að finna sér. Sérstaklega leikmaður númer 18 (Frida Maanum). Við leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill. Við misstum þannig tökin á leiknum, leyfðum þeim að stjórna leiknum með boltann. Það er allt í góðu að þær séu með boltann en við leyfðum þeim algjörlega að stjórna og erum bara að elta ein og ein, erum ekkert að ná að tengja saman varnarleikinn okkar. Það var erfitt að ná tökum aftur á því."

Var erfitt að ná sér upp í þennan leik?

„Nei, mér fannst það ekki. Mér fannst við hungraðar að gera vel og fara með góða tilfinningu héðan. En við missum tökin á leiknum og þær eru að sundurspila okkur. Þær skora einföld mörk og það er lélegt hjá okkur. Við eigum ekki að fá á okkur svona mörk. Þetta er svekkjandi en það er pínu jákvæður punktur að við skorum þessi tvö mörk í lokin og náum næstum því að koma til baka."

Glódís var spurð að því hvort þessi leikur í kvöld hefði minnt á leikinn 2017 gegn Austurríki þegar liðið var í svipaðri stöðu.

„Ég er búinn að loka á þann leik, veit ekki einu sinni hvað gerðist í þeim leik. Mér fannst allavega byrjunin á leiknum í kvöld flott og endirinn fínn, en stór partur í miðjunni þar sem við erum bara að hlaupa um og náum ekki að klukka þær. Það er eitthvað sem við verðum að skoða," sagði Glódís.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner