Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 10. júlí 2025 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
Icelandair
EM KVK 2025
Rúnar Haraldsson, pabbi Cecilíu Rán.
Rúnar Haraldsson, pabbi Cecilíu Rán.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er búið að vera mjög gaman. Við fórum 2017 fyrst og þá tókum við Cecilíu með okkur. Svo vorum við í Englandi síðast og núna hérna," sagði Rúnar Haraldsson, pabbi Cecilía Ránar, landsliðsmarkvarðar Íslands, í samtali við Fótbolta.net á stuðningsmannasvæði Íslands í Thun í dag.

Cecilía hefur varið mark Íslands á mótinu og staðið sig virkilega vel. Hún er aðeins 21 árs gömul og á framtíðina fyrir sér.

Er meira stress að fylgjast með núna þegar Cecilía er í markinu?

„Ég er aldrei stressaður yfir Cecilíu," sagði Rúnar. „Hún skilar alltaf sínu, hefur alltaf gert það og mun alltaf gera það."

Hann segir það frábært að sjá Cecilíu í íslensku landsliðstreyjunni á stóra sviðinu á Evrópumótinu. Cecilía hefur gert vel að koma til baka eftir meiðsli, er komin til Inter á Ítalíu og er orðin byrjunarliðsmarkvörður í landsliðinu.

„Hún er búin að vera að stefna að þessu frá því hún var lítil stelpa. Hún var hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára. Þetta hefur alltaf verið á stefnuskránni hjá henni, að vera atvinnumaður. Þetta er rétt að byrja," sagði Rúnar en í viðtalinu hér að ofan segir hann frá því hvernig Cecilía byrjaði í marki.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner