Aston Villa er að ganga frá kaupum á Hollendingnum Marco Bizot sem er hjá franska félaginu Brest.
Bizot er 34 ára og er búist við því að hann verði varkarmarkmaður Villa, komi inn fyrir Robin Olsen sem fór frá félaginu í síðasta mánuði.
Bizot á eitt ár eftir af samningi sínum við Brest og er fjallað um að kaupverðið verði ekki hátt. Hann hélt hreinu tólf sinnum í 41 leik með Brest á síðasta tímabili.
Bizot er 34 ára og er búist við því að hann verði varkarmarkmaður Villa, komi inn fyrir Robin Olsen sem fór frá félaginu í síðasta mánuði.
Bizot á eitt ár eftir af samningi sínum við Brest og er fjallað um að kaupverðið verði ekki hátt. Hann hélt hreinu tólf sinnum í 41 leik með Brest á síðasta tímabili.
Emilinao Martínez er aðalmarkmaður Aston Villa en framtíð hans er í óvissu. Hann hefur verið orðaður í burtu og t.d. við Manchester United, Chelsea, Galatasaray og Atletico Madrid.
Athugasemdir