UEFA hefur úrskurðað að Crystal Palace megi ekki spila í Evrópudeildinni á komandi tímabili og hefur liðið verið fært niður í Sambandsdeildina.
Eagle Football Holdings, sem er í eigu bandaríska kaupsýslumannsins John Textor, á hlut í Palace og franska liðinu Lyon. Reglur UEFA kveða á um að félög með sama eignarhald að ákveðnu marki geti ekki keppt í sömu Evrópukeppninni.
Reglurnar segja að þar sem Lyon endaði ofar í sinni deild en Palace, í sjötta sæti miðað við tólfta, þá á það að fá Evrópudeildarsætið.
Nottingham Forest, sem átti að vera í Sambandsdeildinni, færist upp í Evrópudeildina í staðinn fyrir Palace.
Athugasemdir