fös 11. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Toppliðið aftur á sigurbraut
Mynd: Augnablik
Augnablik 1 - 0 Árbær
1-0 Viktor Andri Pétursson ('45 )

Augnablik er komið aftur á sigurbraut eftir sigur á Árbæ í gær. Augnablik er á toppi 3. deildar en liðið hafði aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í gær en er samt sem áður taplaust.

Viktor Andri Pétursson var hetja Augnabliks en hann skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Augnablik er, eins og fyrr segir, á toppnum með 28 stig, sex stigum á undan Hvíta riddaranum sem á leik til góða.

Árbær hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum. Liðið situr í 7. sæti með 15 stig.

Augnablik Darri Bergmann Gylfason (m), Arnór Daði Gunnarsson, Brynjar Óli Bjarnason, Aron Skúli Brynjarsson (83'), Viktor Andri Pétursson (83'), Alexander Sævarsson (57'), Halldór Atli Kristjánsson, Orri Bjarkason, Þorbergur Úlfarsson (68'), Eysteinn Þorri Björgvinsson, Hákon Logi Arngrímsson
Varamenn Gabríel Þór Stefánsson (83'), Bjarni Harðarson, Elmar Daði Ívarsson, Róbert Laufdal Arnarsson (68'), Hallmundur Víðir Eyjólfsson (57'), Júlíus Óli Stefánsson (83'), Jakub Buraczewski (m)

Árbær Ibrahima Jallow (m), Ragnar Páll Sigurðsson, Kormákur Tumi Einarsson, Eyþór Ólafsson (76'), Daníel Gylfason, Atli Dagur Ásmundsson (68'), Baldur Páll Sævarsson, Kristján Daði Runólfsson, Mikael Trausti Viðarsson, Arnar Páll Matthíasson, Stefan Jankovic (46')
Varamenn Ríkharður Henry Elíasson, Marko Panic, Stefán Bogi Guðjónsson (68), Brynjar Óli Axelsson (46), Gunnþór Leó Gíslason, Gunnar Sigurjón Árnason (76)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 12 8 4 0 26 - 10 +16 28
2.    Hvíti riddarinn 11 7 1 3 29 - 17 +12 22
3.    Magni 11 6 2 3 19 - 15 +4 20
4.    Reynir S. 11 6 2 3 21 - 20 +1 20
5.    KV 11 5 2 4 31 - 22 +9 17
6.    Tindastóll 11 5 1 5 27 - 19 +8 16
7.    Árbær 12 4 3 5 28 - 31 -3 15
8.    KF 11 3 5 3 13 - 12 +1 14
9.    Sindri 12 3 3 6 17 - 23 -6 12
10.    KFK 12 3 2 7 15 - 26 -11 11
11.    Ýmir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
12.    ÍH 11 1 1 9 19 - 48 -29 4
Athugasemdir
banner