Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   fös 11. júlí 2025 22:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara hræðileg frammistaða mestmegnis af leiknum. Við töpuðum leiknum á fyrstu 30 mínútunum, 3-0 undir og áttum ekki breik. Mótherjinn fór ekki í margar sóknir en skoraði úr þeim öllum. Sagan heldur áfram, " segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 tap gegn Selfossi í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Fylkir

Árni var uppi í stúku í kvöld þar sem hann tók út leikbann eftir rautt spjald sem hann fékk í seinustu umferð.°

"Það var erfitt og leiðinlegt að horfa úr stúkunni og synd að liðið geti ekki sýnt betri frammistöðu. Við vorum búnir að skoða þá vel. Það hefur engin áhrif að ég hafi ekki verið á hliðarlínunni eða neitt svoleiðis. Hugarfar og andleysi leikmanna er bara í hámarki og það þarf eitthvað að gerast."

Fylkir gerði tvöfalda breytingu eftir um hálftíma leik. Voru það skilaboð í hópinn eða taktísk breyting? "Þú verður að spyrja þá sem voru á hliðarlínunni. Þeir tóku ákvörðun um að gera skiptingar. Ég held að það hafi verið fínt og það hefðu fleiri getað farið af velli eftir 30 mínútur."

Fylkismönnum var spáð góðu gengi fyrir mót en eru nú í fallbaráttu. "Við erum alltaf að horfa á þetta playoffs sæti og það er ekkert rosalega langt í það stigalega séð, en við þurfum bara að átta okkur á því núna að við erum í bullandi fallbaráttu."

Þá var hann spurður hvort hann ætli að styrkja liðið í glugganum sem opnar um miðjan mánuð. "Já. 100%"


Athugasemdir
banner