fim 10. júlí 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan vann N1 mótið 2025
Mynd: Stjarnan
Í síðustu viku fór fram N1 mótið á Akureyri. Það er KA sem heldur mótið og er það stærsta mótið á ári hverju í 5. flokki karla.

Stjarnan vann keppnina í A-liðum eftir úrslitaleik gegn Breiðabliki en Stjarnan fór alls með tólf lið á mótið. Þetta var í 39. sinn sem mótið er haldið.

„Veðrið lék við keppendur, stemningin var frábær og allir iðkendur og þjálfarar til mikillar fyrirmyndar. Hópurinn var félaginu til sóma og skapaði margar ógleymanlegar minningar á vellinum og utan hans," segir í færslu Stjörnunnar.

Andrés Már Logason, Eysteinn Ari Helgason, Helgi Hrannar Guðmundsson og Ragnar Örn Traustason eru þjálfarar A-liðs Stjörnunnar. Á meðal leikmanna í liðinu er Baldur Ari Baldursson sem er sonur Baldurs Sigurðssonar, fyrum atvinnumanns.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Akureyri.net um mótið.


Athugasemdir
banner
banner