Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   fös 11. júlí 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ræða um að taka upp dómaramyndavélarnar í enska boltanum
 Slavko Vincic með dómaramyndavélina á HM félagsliða.
Slavko Vincic með dómaramyndavélina á HM félagsliða.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin er í viðræðum um að taka upp dómaramyndavélar eins og þær sem notaðar hafa verið á HM félagsliða.

Lítil myndavél er staðsett við annað eyra dómarans og geta áhorfendur séð atvik frá hans sjónarhorni.

Enska úrvalsdeildin vill gera tilraunir með notkun á myndavélunum í æfingaleikjum seinna í þessum mánuði.

Félögin í deildinni þurfa svo að samþykkja það að leyfa myndavélarnar og er nokkuð ljóst að þær verða ekki notaðar þegar deildin fer af stað.

Á HM félagsliða hefur DAZN sjónvarpsstöðin getað endursýnt atvik í beinum útsendingum frá dómaramyndavélinni og áhorfendur því séð sjónarhorn dómarans.



Athugasemdir