Enska úrvalsdeildin er í viðræðum um að taka upp dómaramyndavélar eins og þær sem notaðar hafa verið á HM félagsliða.
Lítil myndavél er staðsett við annað eyra dómarans og geta áhorfendur séð atvik frá hans sjónarhorni.
Lítil myndavél er staðsett við annað eyra dómarans og geta áhorfendur séð atvik frá hans sjónarhorni.
Enska úrvalsdeildin vill gera tilraunir með notkun á myndavélunum í æfingaleikjum seinna í þessum mánuði.
Félögin í deildinni þurfa svo að samþykkja það að leyfa myndavélarnar og er nokkuð ljóst að þær verða ekki notaðar þegar deildin fer af stað.
Á HM félagsliða hefur DAZN sjónvarpsstöðin getað endursýnt atvik í beinum útsendingum frá dómaramyndavélinni og áhorfendur því séð sjónarhorn dómarans.
The ref cam view of Lionel Messi's free kick goal for Inter Miami vs Porto in the Club World Cup pic.twitter.com/KAbsqNRKIp
— James Nalton (@JDNalton) June 19, 2025
Ref’s cam of Neto’s goal. Wow.
— Conn (@ConnCFC) June 16, 2025
pic.twitter.com/dN7FR9nyDh
Athugasemdir