Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 11. júlí 2025 00:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Icelandair
EM KVK 2025
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gaman að koma inn á. Mér fannst vera kraftur í okkur í lokin. Við lögðum allt í sölurnar til að jafna," sagði landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir við Fótbolta.net eftir 4-3 tap gegn Noregi á Evrópumótinu í kvöld.

Hlín kom inn á sem varamaður seint í leiknum og hafði mikil áhrif. Hún skoraði og fiskaði vítaspyrnu.

Hún var ekki sátt við það að vera á bekknu í síðustu tveimur leikjum Íslands á mótinu.

„Já, ég er mjög svekkt með það. Við erum með góðan hóp. Það eru aðrir leikmenn sem áttu líka skilið að spila. En að sjálfsögðu vil ég alltaf spila og mér fannst það svekkjandi," sagði Hlín.

„Ég hef fengið einhverja endurgjöf frá þjálfarateyminu sem er mjög gott. Ég er ekkert alltof mikið að einbeita mér að því, ég einbeiti mér bara að því að vera klár þegar kallið kemur. Það kom í dag í lokin og mér fannst ég taka sénsinn."

Vonbrigðin eru mikil að falla úr leik á mótinu með núll stig. „Það er mjög svekkjandi. Það voru erfiðir fyrstu klukkutímarnir eftir leikinn gegn Sviss. Svo þurftum við að gíra okkur í þennan leik en Noregur er með gott lið og þær voru betri en við í dag."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner