
„Það var gaman að koma inn á. Mér fannst vera kraftur í okkur í lokin. Við lögðum allt í sölurnar til að jafna," sagði landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir við Fótbolta.net eftir 4-3 tap gegn Noregi á Evrópumótinu í kvöld.
Hlín kom inn á sem varamaður seint í leiknum og hafði mikil áhrif. Hún skoraði og fiskaði vítaspyrnu.
Hlín kom inn á sem varamaður seint í leiknum og hafði mikil áhrif. Hún skoraði og fiskaði vítaspyrnu.
Hún var ekki sátt við það að vera á bekknu í síðustu tveimur leikjum Íslands á mótinu.
„Já, ég er mjög svekkt með það. Við erum með góðan hóp. Það eru aðrir leikmenn sem áttu líka skilið að spila. En að sjálfsögðu vil ég alltaf spila og mér fannst það svekkjandi," sagði Hlín.
„Ég hef fengið einhverja endurgjöf frá þjálfarateyminu sem er mjög gott. Ég er ekkert alltof mikið að einbeita mér að því, ég einbeiti mér bara að því að vera klár þegar kallið kemur. Það kom í dag í lokin og mér fannst ég taka sénsinn."
Vonbrigðin eru mikil að falla úr leik á mótinu með núll stig. „Það er mjög svekkjandi. Það voru erfiðir fyrstu klukkutímarnir eftir leikinn gegn Sviss. Svo þurftum við að gíra okkur í þennan leik en Noregur er með gott lið og þær voru betri en við í dag."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir