Valur vann sannfærandi sigur á Flora Tallinn í forkeppni Sambandsdeildarinnar fyrr í dag. Leikar enduðu 3-0, en Tómas Bent skoraði óvænt tvö mörk Valsmanna.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 Flora Tallinn
„Maður hefði átt að troða inn þriðja markinu, en gaman að skora tvö. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í meistaraflokksleik hjá mér."
„Það er mjög gott að vera komnir 3-0 yfir í fyrri hálfleik, en það er einn leikur eftir."
„Við vorum í góðu „shape-i" og öruggir á boltann, en í seinni hálfleik þurftum við aðeins að verjast þreyttir."
Valur hefur unnið sex leiki í röð.
„Það er alvöru andi í liðinu og menn eru að gera þetta fyrir hvorn annan, það skilar sér."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir