Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 11. júlí 2025 22:37
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingi Rafn Ingibergsson, aðstoðarþjálfari Selfoss, var til viðtals eftir 3-1 sigur liðsins gegn Fylki í Lengjudeildinni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Fylkir

"Þetta var góður sigur. Liðsframmistaðan í fyrri hálfleik var mjög góð. Þessi góði fyrri hálfleikur skóp þennan sigur í kvöld," segir Ingi og kveðst sammála því að fyrri hálfleikurinn hafi verið sá besti hjá liðinu í sumar.

"Ég er sammála því. Við erum búnir að eiga góða leiki inni á milli en vorum að tengja vel sendingar í dag og komum okkur í góð færi sem við nýttum."

Selfyssingar hafa verið óheppnir fyrir framan markið í sumar en nú skorað tvö mörk eða fleiri í seinustu þremur leikjum. Er stíflan brostin? "Í þessum leik að minnsta kosti. Eins og Fótbolti.net fór yfir í tölfræði um daginn þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur. Stundum dettur þetta ekki með manni. Við erum líka að fá á okkur of mörg mörk og náum ekki að halda hreinu. Það er líka eitthvað sem við þurfum að vinna með."

Ungur Selfyssingur, Reynir Freyr Sveinsson, lék í hjarta varnarinnar hjá liðinu og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. "Já. Reynir er geggjaður karakter og Selfyssingur út í gegn. Verst er þegar hann fagnar svo mikið að hann fær krampa. En hann gefur okkur margt. Þetta snýst ekki bara um flotta spilið, það þarf líka að fara á baráttu og hann er með geggjaðan karakter."

Og úrslitin þýða að Selfyssingar lyfta sér upp úr fallsæti. "Það er jákvætt og við byggjum á þessu. Við erum líka að fá leikmann inn í næsta leik svo það er bara bjart framundan vonandi."

Allt viðtalið við Inga Rafn má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner