Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fim 10. júlí 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Icelandair
EM KVK 2025
Brynjar Atli Bragason.
Brynjar Atli Bragason.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Atli Bragason, varamarkvörður Breiðabliks, er mættur til Sviss til að fylgjast með landsleik Íslands og Noregs á EM í kvöld. Kærasta hans er landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir.

Brynjar var í Evrópuverkefni með Breiðabliki í Albaníu en fékk leyfi frá Halldóri Árnasyni, þjálfara Breiðabliks, til að fara þaðan beint til Sviss.

„Ég fékk sem betur fer leyfi frá Dóra til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss. Ég er þakklátur þeim fyrir að fá að koma hingað og upplifa þetta með öðrum Íslendingum," segir Brynjar.

Blikar töpuðu fyrri leiknum gegn Egnatia 1-0 þar sem heimamenn skoruðu sigurmarkið í blálokin og fögnuðu gríðarlega.

„Það eflir okkur enn meira að vinna þá heima því þeir fögnuðu eins og einvígið væri búið."

Íslenska landsliðið er úr leik fyrir leikinn gegn Noregi en Brynjar vonast eftir því að sjá íslenskan sigur.

„Ég veit að þær eiga mikið inni og vonandi sýna þær það í kvöld. Það væri frábært að fá sigur. Ég fór upp á hótel til þeirra í morgun að hitta Alexöndru og þær virkuðu vel stemmdar," segir Brynjar sem er gríðarlega stoltur af sinni konu.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um landsleikinn og Evrópuverkefni Blika.
Athugasemdir
banner
banner