fim 10. júlí 2025 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna: Dramatík þegar heimakonur frá Sviss komust áfram
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Finnland 1 - 1 Sviss
1-0 Natalia Kuikka ('79 , víti)
1-1 Riola Xhemaili ('90 )

Sviss fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin á EM kvenna eftiir dramatískt jafntefli gegn Finnlandi í kvöld.

Mótið fer fram í Sviss en heimakonur lentu undir þegar liðið fékk á sig klaufalegt víti. Natalia Kuikka steig á punktinn og skoraði.

Sjö mínútur voru í uppbótatíma en á 2. mínútu uppbótatímans tókst Sviss að jafna metin.

Riola Xhemaili fékk boltann inn á teignum eftir misheppnað skot frá Geraldine Reuteler, og skoraði.

Þetta mark þýddi að Noregur endar á toppnum með 9 stig en Sviss endar fyrir ofan Finnland en bæði lið enda með fjögur stig. Ísland rekur lestina án stiga.
Athugasemdir
banner