fös 11. júlí 2025 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svavar fest sig í byrjunarliði Njarðvíkur og framlengir við félagið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svavar Örn Þórðarson hefur framlengt samning sinn við Njarðvík út árið 2027. Fyrri samningur hans hefði runnið út eftir yfirstandandi tímabil.

Hann er hægri bakvörður sem fæddur er árið 2004 og lék árið 2021 sína fyrstu leiki með Njarðvík þegar liðið var í 2. deild.

Hann kom við sögu í níu deildarleikjum í fyrra og á þessu tímabili hefur hann náð að vinna sér inn byrjunarliðssæti og byrjað alla tíu leikina sem hann hefur tekið þátt í. Njarðvík situr í 2. sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað. Svavar, sem er uppalinn hjá Njarðvík, hefur skorað eitt mark og „lagt þó nokkur upp til viðbótar," er sagt í tilkynningu félagsins.

„Það er því mikið gleðiefni að Svavar Örn hafi framlengt samningi sínum við Njarðvík og að við fáum að njóta krafta hans næstu árin."

Njarðvík mætir á morgun Völsungi í 12. umferð Lengjudeildarinnar, sá leikur fer fram á Húsavík.


Athugasemdir
banner
banner