Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 10. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi komið að 13 mörkum í síðustu 4 leikjum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
New England Revolution 1 - 2 Inter Miami
0-1 Lionel Messi ('27)
0-2 Lionel Messi ('38)
1-2 Charles Gil ('80)

38 ára gömlum Lionel Messi tókst ekki að koma í veg fyrir að Inter Miami dytti úr leik á HM félagsliða en er í ótrúlega miklu stuði í bandarísku MLS deildinni.

Messi skoraði eitt mark í fjórum leikjum á HM, án þess að gefa stoðsendingu, en hann hefur verið funheitur í Bandaríkjunum.

Messi skoraði tvennu í naumum sigri gegn New England Revolution í nótt og er þetta fjórði leikurinn í röð sem Inter vinnur í deildinni.

Í þessum fjórum leikjum er Messi búinn að skora átta mörk og gefa fimm stoðsendingar, sem er ótrúleg tölfræði. Til gamans má geta að Messi skoraði einnig í síðasta leik þar á undan, 3-3 jafntefli gegn Philadelphia Union.

Messi skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik en heimamenn í liði New England voru talsvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Þeim tókst þó aðeins að skora einu sinni framhjá 39 ára Oscar Ustari svo lokatölur urðu 1-2.

Charles Gil, fyrrum leikmaður Valencia og Aston Villa, er lykilmaður hjá New England og skoraði eina mark liðsins í leiknum.

Inter er í toppbaráttu í austurhluta deildarinnar með 35 stig eftir 18 umferðir. New England er með 24 stig eftir 20 umferðir.

Sergio Busquets lagði annað marka Messi upp og mátti einnig finna Luis Suárez og Jordi Alba í byrjunarliðinu. Messi nýtti sér varnarmistök til að skora fyrra markið og skoraði svo seinna markið eftir góða stungusendingu frá Busquets.
Athugasemdir
banner