Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Áfram vongóðir um að landa Gibbs-White
Mynd: EPA
Mynd: Nottingham Forest
Tottenham Hotspur eru vongóðir um að ljúka við félagaskipti Morgan Gibbs-White á næstu dögum þrátt fyrir mögulega lögsókn frá Nottingham Forest.

Stjórnendur Forest saka Tottenham um að hafa brotið reglur með að ræða við leikmanninn án leyfis áður en tilboð var gert.

Tottenham bauð 60 milljónir punda fyrir Gibbs-White, sem er nákvæmt riftunarverð í samningi hans við Forest. Vandamálið er að ákvæðið átti að vera trúnaðarmál og því telur Forest að hér sé um skýrt reglubrot að ræða.

Tottenham ætlar að halda áfram með félagaskiptin þrátt fyrir mótlæti frá Forest, en óljóst er hvort þriðji aðili þurfi að blanda sér í spilið.

Gibbs-White er 25 ára gamall og kom að 17 mörkum í 34 úrvalsdeildarleikjum með Forest á síðustu leiktíð. Hann leikur sem framsækinn miðjumaður og er einnig öflugur á hægri kantinum.

Tottenham er í stórsókn á leikmannamarkaðinum í sumar eftir mikið vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Thomas Frank hefur verið ráðinn inn sem nýr þjálfari eftir að Ange Postecoglou var rekinn aðeins tveimur vikum eftir að hafa landað langþráðum titli með sigri í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Tottenham er þegar búið að kaupa Mohammed Kudus, Mathys Tel, Kevin Danso, Luka Vuskovic og Kota Takai í sumar.

   11.07.2025 13:30
Félagaskipti Gibbs-White í uppnámi - Forest ræðir við lögfræðinga

Athugasemdir
banner
banner
banner