fös 11. júlí 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna um helgina - Riðlakeppninni lýkur
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Ísland hefur því miður leikið sinn síðasta leik á EM kvenna en keppnin heldur áfram.

Það kemur í ljós um helgina hvaða lið fylgja Noregi og Sviss í 8-liða úrslitin. Spánn er einnig komið áfram úr B-riðli. Ítalía er í góðri stöðu en Portúgal þarf að vinna Elísabetu Gunnarsdóttur og stöllur í Belgíu stórt til að eiga möguleika á að komast áfram.

Svíþjóð og Þýskaland mætast í C-riðli en liðin eru bæði komin áfram og berjast um toppsætið.

Það er allt galopið í D-riðli þar sem Frakkland, England og Holland berjast um að komast áfram. Frakkland er á toppnum með sex stig, England í 2. sæti með þrjú og Holland einnig með þrjú en Wales er án stiga.

föstudagur 11. júlí

EM
19:00 Ítalía - Spánn
19:00 Portúgal - Belgía

laugardagur 12. júlí

EM
19:00 Pólland - Danmörk
19:00 Svíþjóð - Þýskaland

sunnudagur 13. júlí

EM
19:00 England - Wales
19:00 Holland - Frakkland
Athugasemdir
banner
banner