Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   fös 11. júlí 2025 17:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA fær reynslumikinn miðjumann frá Danmörku (Staðfest)
Mættur á Skagann.
Mættur á Skagann.
Mynd: ÍA
ÍA hefur gengið frá samningi við danska miðjumanninn Jonas Gemmer um að leika með liðinu út tímabilið 2027.

Gemmer er 29 ára varnarsinnaður miðjumaður sem kemur frá danska félaginu Hvidövre.

„Hann hefur allan sinn feril spilað í Danmörku og á að baki yfir 150 leiki í dönsku úrvalsdeildinni, með Hvidovre, AC Horsens og FC Midtjylland. Þá á Jonas að baki 28 landsleiki með yngri landsliðum Danmerkur. Jonas er nú þegar fluttur til Íslands, byrjaður að æfa með liðinu og verður kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn KA um næstu helgi," segir í tilkynningu ÍA.

Athygli vekur að Gemmer er annar leikmaðurinn frá Hvidövre sem tilkynntur er hjá íslensku félagi í dag því fyrr í dag tilkynnti Þór um komu Christian Greko Jakobsen til félagsins.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til ÍA eftir að Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari liðsins í síðasta mánuði. ÍA situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir næstu þremur liðum og á næst heimaleik gegn KR á mánudag.

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner
banner