Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 10. júlí 2025 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
Icelandair
EM KVK 2025
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18"
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum mjög spennt og bjartsýn. Í dag verður tekið á því og við tökum Norðmennina," sagði Örn Torfason, faðir landsliðskonunnar Guðrúnar Arnardóttur, í viðtali við Fótbolta.net á stuðningsmannasvæði Íslands í Thun.

Framundan í kvöld er lokaleikur Íslands á EM gegn Noregi. „Við höfum fulla trú á Guðrúnu. Hún stendur sig alltaf vel. Það er sigur í kvöld," sagði Áslaug Sif Gunnarsdóttir, stjúpmóðir hennar.

Áslaug var í sérstökum kjól sem er merktur Íslandi og 18, sem er númerið hennar Guðrúnar.

„Ég ákvað þegar ég var í Manchester 2022 að þegar ég kæmi næst á EM með Guðrúnu að þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18 því ég er stolt af þessari stelpu og að eiga hana sem stjúpdóttur er yndislegt."

Guðrún er uppalin á Vestfjörðum og byrjaði að æfa fótbolta á parketinu á Torfnesi. Núna er hún mætt á stærsta svið Evrópu.

„Þetta sýnir það og sannar að það er dugnaður, elja og vinnusemi sem geta skilað öllum á áfangstað," segir Örn.

Er ekki stressandi að horfa á hana úr stúkunni?

„Það er alltaf stress. Ef hún dettur þá fæ ég í hnén. Hún er alltaf svo flott og stendur sig vel. Hún kemur úr þessari fótboltafjölskyldu, pabbi hennar var í U21 landsliðinu og það eru allir í fótbolta. Það snýst allt um fótbolta," segir Áslaug en pabbi hennar vildi ekki taka undir það að Guðrún fengi fótboltahæfileikana bara frá honum.

Það er 22 manna hópur sem fylgir Guðrúnu eftir á Evrópumótinu og mikill stuðningur við hana. Á stuðningsmannasvæðinu í dag mátti sjá fullt af treyju sem voru merktar henni.

„Það er áfram Vestri og áfram Guðrún, bara alla leið," sagði Áslaug í lokin en þau spá bæði Íslandi 2-1 sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner