Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fim 10. júlí 2025 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
Icelandair
EM KVK 2025
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Það er stór hópur sem fylgir Guðrúnu Arnardóttur eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18
,,Þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18"
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum mjög spennt og bjartsýn. Í dag verður tekið á því og við tökum Norðmennina," sagði Örn Torfason, faðir landsliðskonunnar Guðrúnar Arnardóttur, í viðtali við Fótbolta.net á stuðningsmannasvæði Íslands í Thun.

Framundan í kvöld er lokaleikur Íslands á EM gegn Noregi. „Við höfum fulla trú á Guðrúnu. Hún stendur sig alltaf vel. Það er sigur í kvöld," sagði Áslaug Sif Gunnarsdóttir, stjúpmóðir hennar.

Áslaug var í sérstökum kjól sem er merktur Íslandi og 18, sem er númerið hennar Guðrúnar.

„Ég ákvað þegar ég var í Manchester 2022 að þegar ég kæmi næst á EM með Guðrúnu að þá myndi ég fá mér kjól og merkja hann 18 því ég er stolt af þessari stelpu og að eiga hana sem stjúpdóttur er yndislegt."

Guðrún er uppalin á Vestfjörðum og byrjaði að æfa fótbolta á parketinu á Torfnesi. Núna er hún mætt á stærsta svið Evrópu.

„Þetta sýnir það og sannar að það er dugnaður, elja og vinnusemi sem geta skilað öllum á áfangstað," segir Örn.

Er ekki stressandi að horfa á hana úr stúkunni?

„Það er alltaf stress. Ef hún dettur þá fæ ég í hnén. Hún er alltaf svo flott og stendur sig vel. Hún kemur úr þessari fótboltafjölskyldu, pabbi hennar var í U21 landsliðinu og það eru allir í fótbolta. Það snýst allt um fótbolta," segir Áslaug en pabbi hennar vildi ekki taka undir það að Guðrún fengi fótboltahæfileikana bara frá honum.

Það er 22 manna hópur sem fylgir Guðrúnu eftir á Evrópumótinu og mikill stuðningur við hana. Á stuðningsmannasvæðinu í dag mátti sjá fullt af treyju sem voru merktar henni.

„Það er áfram Vestri og áfram Guðrún, bara alla leið," sagði Áslaug í lokin en þau spá bæði Íslandi 2-1 sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner