Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 11. mars 2024 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland hefur undankeppnina á Kópavogsvelli
Icelandair
Frá síðasta landsleik á Kópavogsvelli.
Frá síðasta landsleik á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni Evrópumóts kvenna mun fara fram á Kópavogsvelli. Stelpurnar taka á móti Póllandi þann 5. apríl næstkomandi en ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli þar sem hann verður ekki tilbúinn vegna veðurs.

Síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum okkar var á Kópavogsvelli í febrúar en þá spiluðu stelpurnar úrslitaleik við Serbíu um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sá leikur þurfti að fara fram 14:30 á þriðjudegi þar sem fljóðljósin eru ekki nægilega sterk á vellinum að mati UEFA. Því þurfti leikurinn að fara fram að degi til.

Leikurinn gegn Póllandi fær að hefjast klukkan 16:45 og þá geta vonandi enn fleiri mætt á völlinn.

Leikir Íslands í undankeppni EM 2025:
Ísland - Pólland föstudaginn 5. apríl

Þýskaland - Ísland þriðjudaginn 9. apríl

Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí

Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní

Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí

Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner