Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 11. mars 2024 11:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilboð frá Færeyjameisturunum sem Stjarnan var aldrei að fara að samþykkja
Emil Atlason.
Emil Atlason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Færeyjameistarar KÍ Klaksvík hafa sýnt Emil Atlasyni, markakóngi Bestu deildarinnar frá því í fyrra, áhuga og gerðu tilboð í hann fyrir stuttu síðan.

Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Þættinum barst bréf," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum. „KÍ Klaksvík, Færeyjarmeistararnir, voru að skoða það hvort að Emil Atlason væri falur."

Tilboðið var hins vegar engan veginn nægilega gott.

„Þeir komu víst með tilboð sem Stjarnan var aldrei að fara að samþykkja. Það voru einhverjar tvær milljónir held ég. Þú ert ekki að fara að selja Emil Atla á tvær milljónir núna. Gengi liðsins í sumar veltur á þessum manni."

„Færeyingarnir hljóta að eiga aðeins meira til en tvær milljónir eftir þeirra Evrópuævintýri. Það hlýtur að vera," sagði Baldvin Már Borgarsson en Klaksvík fór í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra.

„Ég er ánægður með það að Færeyjarmeistararnir séu farnir að bjóða í risa leikmenn í Bestu deildinni," sagði Elvar. „Þeir eru kannski að reyna að ná einhverjum höggum til baka. Við höfum alltaf fengið einhverja flotta leikmenn frá þeim," sagði Baldvin þá en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner
banner