Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo Punyed í landsliðinu eftir rúmlega tveggja ára fjarveru
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið valinn í landsliðshóp El Salvador fyrir verkefni núna í mars.

Í þessu verkefni spilar liðið meðal annars vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Argentínu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2021 að Pablo er í hópnum hjá El Salvador.

Hann á að baki 27 A-landsleiki fyrir El Salvador og hefur hann skorað í þeim þrjú mörk.

Þessi 33 ára gamli miðjumaður hefur spilað gífurlega stórt hlutverk í liði Víkinga undanfarin ár. Hann var lykilmaður í mögnuðu liði sem vann báða stóru titlana á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner