Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur til taks ef eitthvað gerist um helgina
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide staðfesti á fréttamannafundi í dag að Stefán Teitur Þórðarson væri til taks ef upp kæmu meiðsli hjá miðju- eða sóknarmönnum um helgina. Hareide valdi 24 leikmenn í hópinn en Stefán Teitur, sem var í hópnum í nóvember, var ekki á meðal þeirra.

Hareide var spurður hvort hann myndi mögulega kalla Gylfa Þór Sigurðsson í hópinn ef upp kæmu meiðsli hjá leikmönnum um helgina.

„Nei. Við erum með einn sóknarsinnaðan mann til taks, kláran í að ferðast ef eitthvað kemur upp. Það er Stefán Teitur Þórðarson. Hann hefur glímt við kálfameiðsli nýlega en hann er mættur aftur, búinn að ná sér og hefur verið að gera vel. Ég lét hann vita að hann þyrfti að hringja ef eitthvað kæmi upp í leiknum gegn Bröndby á sunnudag. Við erum meðvitaðir að það geta komið upp meiðsli. Það er svo mikilvægt að allir séu klárir í slaginn í þessa tvo erfiðu leiki. Við þurfum að nota hópinn í báðum leikjum til að keppa við þessi lið," sagði Hareide.

Stefán Teitur er 25 ára miðjumaður sem spilar með Silkeborg í Danmörku. Hann á að baki 19 landsleiki.

Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner