Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 17. mars 2024 14:41
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man Utd og Liverpool: Salah og Hojlund byrja
Salah.
Salah.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Síðasti leikurinn í átta liða úrslitum enska bikarsins hefst klukkan 15:30 en þá mætast erkifjendurnir í Manchester United og Liverpool á Old Trafford.


Liðin hafa mæst einu sinni áður á þessari leiktíð en það var í deildarkeppninni og lauk þeim leik með markalausu jafntefli á Anfield í desember á síðasta ári.

Liverpool er í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn á meðan Man Utd berst um sæti í Meistaradeild Evrópu. Enski bikarinn er því eini möguleiki United á titli á þessu tímabili.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir tvær breytingar frá sigurleiknum á Everton. Aaron Wan-Bissaka kemur inn fyrir Jonny Evans og Rasmus Hojlund kemur inn fyrir Casemiro.

Hjá Liverpool er Mohamed Salah klár í slaginn en hann var einnig í byrjunarliðinu í Evrópudeildinni í vikunni. Þá er Andy Robertson einnig í liðinu. Þrír fremstu eru Mohamed Salah, Diaz og Darwin Nunez.

Manchester United: Onana, Wan-Bissaka, Lindelof, Varane, Dalot, Mainoo, McTominay, Fernandes, Garnacho, Rashford, Højlund.
(Varamenn: Heaton, Kambwala, Maguire, Amad, Amrabat, Eriksen, Forson, Mount, Antony.)

Liverpool: Kelleher, Gomez, Quansah, Van Dijk Robertson, Mac Allister, Endo Szoboszlai, Salah, Nunez, Diaz.
(Varamenn: Adrian, Gakpo, Elliott, Tsimikas, Clark, McConnell, Gravenberch, Danns, Bradley.)


Athugasemdir
banner
banner