Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 17. mars 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Frank vildi vítaspyrnu: Þetta var morðtilraun innan vítateigs
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, þjálfari Brentford, vildi fá vítaspyrnu í 2-1 tapi á útivelli gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Brentford missti Sergio Reguilón af velli snemma leiks og varð róðurinn þungur fyrir lærisveina Frank eftir það. Reguilon braut afar klaufalega af sér sem aftasti varnarmaður innan víatteigs og fékk Brentford tvöfalda refsingu fyrir - vítaspyrnu og rautt spjald.

Brentford spilaði þó frábæran leik þrátt fyrir að vera leikmanni færri og stóð Arijanet Muric, markvörður Burnley, uppi sem besti leikmaður vallarins.

Brentford komst nálægt því að gera jöfnunarmark nokkrum sinnum og vildi Frank fá dæmda vítaspyrnu þegar hann taldi að brotið hafði verið á Mathias Jörgensen, betur þekktur sem Zanka, innan teigs þegar staðan var enn 1-0 fyrir Burnley.

„Ég er mjög stoltur af strákunum fyrir að spila svona vel einum leikmanni færri. Þeir börðust eins og ljón og komust verulega nálægt því að krækja í stig," sagði Frank.

„Í seinni hálfleik áttum við að fá augljósa vítaspyrnu þegar var brotið á Zanka innan vítateigs. Þar hefðum við jafnað leikinn og þá hefði framhaldið breyst. Mér finnst ótrúlegt að hvorki dómarinn né VAR-herbergið hafi tekið eftir þessu broti.

„Þeir segja að það sé bannað að halda í leikmenn innan vítateigs... þetta var morðtilraun innan vítateigs."


Brentford, sem hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði á tímabilinu, er aðeins fjórum stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með 26 stig eftir 29 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner