Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 18. febrúar 2019 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Nani til Orlando City (Staðfest)
Nani í leik með Sporting
Nani í leik með Sporting
Mynd: Getty Images
Portúgalski vængmaðurinn Nani gerði í dag þriggja ára samning við Orlando City í MLS-deildinni en þetta staðfesti félagið í dag.

Nani er 32 ára gamall en hann á magnaðan feril að baki. Hann hefur leikið með liðum á borð við Sporting Lisbon, Manchester United, Lazio, Galatasaray og Valencia.

Hann var síðast á mála hjá Sporting en kemur til Orlando á frjálsri sölu.

Nani vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum með United auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu, HM félagsliða, FA-bikarinn og enska deildabikarinn svo í tvígang.

Hann verður langstærsta nafnið í Olrando en brasilíski miðjumaðurinn Kaká lék lengi vel með liðinu og náði þar góðum árangri.

Orlando er fjögurra ára gamalt félag en það hefur aldrei komist í úrslitakeppni MLS-deildarinnar. Besti árangur liðsins var á þeirra fyrsta keppnistímabili en liðið náði þá 44 stigum.



Athugasemdir
banner
banner
banner