Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 18. mars 2024 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Darwin Núnez dregur sig úr úrúgvæska hópnum
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Darwin Núnez meiddist í dramatískum tapleik Liverpool gegn Manchester United í 8-liða úrslitum enska bikarsins um helgina. Hann hefur því dregið sig úr úrúgvæska landsliðshópnum.

Nunez lék allan bikarleikinn og framlenginguna, hann átti eina stoðsendingu og komst nálægt því að skora en tókst ekki. Hann varð fyrir hnjaski og lýsti Jürgen Klopp yfir áhyggjum sínum að hann væri að ferðast til Suður-Ameríku til að spila meiri fótbolta með landsliði Úrúgvæ.

Nú þarf Klopp ekki að hafa áhyggjur af því að meiðslin versni í landsleikjahlénu. Hann vonast til að meiðslin reynist ekki alvarlegri en þau virðast vera en er einnig smeykur fyrir hönd Luis Díaz og Cody Gakpo sem eru að glíma við smávægileg meiðsli og eiga landsleiki framundan.

Úrúgvæ á æfingaleiki við Baskaland og Fílabeinsströndina framundan og því ekki mikilvægt fyrir Núnez að taka þátt.

Kólumbía og Holland eiga einnig æfingaleiki í landsleikjahlénu og því er mögulegt að Díaz og Gakpo fái verðskuldaða hvíld.

   18.03.2024 06:00
Þrír leikmenn Liverpool meiddust í gær

Athugasemdir
banner