Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hassan Jalloh í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Hassan Jalloh.
Hassan Jalloh.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kantmaðurinn Hassan Jalloh hefur fengið félagaskipti yfir í Grindavík og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Fótbolti.net sagði fyrst frá þessum skiptum fyrir rúmum mánuði síðan.

Hassan er fjölhæfur sóknarmaður sem gekk í raðir HK fyrir sumarið 2022. Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni og spilaði svo 24 leiki í Bestu deildinni síðasta sumar.

Hann var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum HK en mun núna færa sig yfir í Grindavík.

Komnir
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Eric Vales frá Slóveníu
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Josip Krznaric frá Slóveníu
Matevz Turkus frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku
Óliver Berg Sigurðsson frá Sindra (var á láni)
Hassan Jalloh frá HK
Kwame Quee frá Síerra Leóne

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson í ÍH
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner