Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eriksen um Klopp: Var auðvitað þreyttur og pirraður
Mynd: Getty Images

Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, hafði gaman af því þegar Jurgen Klopp stjóri Liverpool gekk út úr viðtali við danska fjölmiðlamanninn Niels Christian Frederiksen eftir tap Liverpool gegn Man Utd í enska bikarnum á dögunum.


Fredriksen vinnur hjá Viaplay og Klopp fór í viðtal hjá honum eftir leikinn. Hann var spurður hvers vegna Liverpool hafði ekki sýnt sömu ákefð í framlengingunni og í leiknum.

Klopp var ekki hrifinn af þessari spurningu og stormaðu út úr viðtalinu að lokum.

Eriksen var spurður út í atvikið af danska miðlinum Tipsbladet.

„Ég hló aðeins að þessu. Ég hitti Per Frimann, sem er samstarfsfélagi Fredriksen, í fluginu á leiðinni heim. Ég veit að Höjlund sat með Fredriksen í fluginu, þeir spjölluðu örugglega um þetta, Svona er fjölmiðlabransinn, það sem þeir spurja um hefur ekkert með þá að gera en Klopp var auðvitað þreyttur og pirraður eftir tapið," sagði Eriksen.


Athugasemdir
banner
banner
banner