Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Huijsen vill spila fyrir Juventus
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Dean Huijsen hefur verið að gera flotta hluti á láni hjá AS Roma frá Juventus.

José Mourinho, fyrrum þjálfari Roma, hefur miklar mætur á Huijsen og krækti í hann á lánssamningi í janúar.

Huijsen er aðeins 18 ára gamall og hefur nú þegar spilað 12 deildarleiki fyrir Roma á tímabilinu, þar sem hann hefur skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu.

Huijsen framlengdi samning sinn við Juve áður en hann hélt til Roma á láni og hefur hann ekki áhuga á að vera áfram í höfuðborginni þrátt fyrir áhuga.

„Ég sný aftur til Juventus í sumar og ég vil vera þar áfram," sagði Huijsen meðal annars í viðtali við La Gazzetta dello Sport.

Huijsen vill ekki vera lánaður aftur frá Juve og vill fá spiltíma með aðalliðinu. Annars gæti hann hugsað um að róa á önnur mið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner