Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Mikilvægur umspilsleikur gegn Ísrael
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í umspili fyrir sæti á EM í Þýskalandi.

Liðin mætast í Ungverjalandi og mun sigurvegarinn mæta sigurvegaranum úr viðureign Bosníu og Hersegóvínu gegn sterku landsliði Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Það er gríðarlega mikið undir í kvöld og verður spennandi að sjá hvernig Strákunum okkar gengur í þessum slag, en síðast þegar Ísland og Ísrael mættust skildu liðin jöfn 2-2 bæði á Íslandi og í Ísrael.

Þá er einnig einn leikur á dagskrá í Lengjubikarnum, þar sem Grótta og Afturelding eigast við í B-deild kvenna.

Aftureldingu nægir jafntefli til að tryggja sér toppsæti deildarinnar, á meðan Grótta á enn möguleika á toppsætinu með sigri í kvöld.

Landslið karla - EM 2024 umspil
19:45 Ísrael-Ísland (Szusza Ferenc Stadion)
19:45 Bosnía-Hersegóvína-Úkraína (Bilino Polje Stadium)

Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Grótta-Afturelding (Vivaldivöllurinn)
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 7 4 2 1 22 - 7 +15 14
2.    Grindavík 7 3 2 2 16 - 17 -1 11
3.    ÍA 7 2 4 1 12 - 10 +2 10
4.    HK 7 3 1 3 11 - 10 +1 10
5.    ÍR 7 3 0 4 10 - 14 -4 9
6.    Fram 7 2 2 3 18 - 21 -3 8
7.    FHL 7 2 2 3 12 - 17 -5 8
8.    Grótta 7 1 3 3 10 - 15 -5 6
Athugasemdir
banner
banner