Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil ánægja hjá KA eftir að fyrirliðinn framlengdi til 2026
Ívar Örn Árnason.
Ívar Örn Árnason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Miðvörðurinn sterki Ívar Örn Árnason hefur framlengt samning sinn við KA og gildir samningur hans núna til 2026.

„Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Ívar verið í algjöru lykilhlutverki í Bestudeildarliði KA undanfarin ár," segir í tilkynningu frá Akureyrarfélaginu.

Ívar er 27 ára gamall og hefur verið einn besti miðvörður Bestu deildarinnar undanfarin ár en ekki nóg með að vera frábær varnarmaður er Ívar magnaður karakter sem gefst aldrei upp sem drífur liðsfélaga sína áfram."

„Ívar er uppalinn hjá KA og alltaf tilbúinn að gefa sig allan fyrir félagið og þá var faðir hans, Árni Freysteinsson, leikmaður í Íslandsmeistaraliði KA sumarið 1989."

Ívar náði stórum áfanga síðasta sumar er hann lék sinn 100. leik fyrir KA en leikirnir eru nú orðnir 121 talsins. Þrátt fyrir að spila sem miðvörður í hjarta varnarinnar fór hann fyrir markaskorun liðsins í bikarævintýri síðasta sumars er hann gerði þrjú mörk á leið KA í fyrsta bikarúrslitaleik félagsins síðan sumarið 2004.

„Það eru gríðarlega jákvæðar fregnir að við höldum Ívari Erni áfram innan okkar raða og verður áfram spennandi að fylgjast með okkar manni í gulu treyjunni á komandi árum."
Athugasemdir
banner
banner