Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Ligt um Bayern: Hef enga ástæðu til að kvarta
Mynd: EPA

Matthijs de Ligt harðneitar þeim sögusögnum að hann sé ósáttur hjá Bayern en samband hans og Thomas Tuchel stjóra liðsins var sagt í molum.


De Ligt hefur ekki átt fast sæti í liði Bayern en hann var tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leik liðsins gegn Leverkusen í síðasta mánuði sem Bayern tapaði 3-0.

Í kjölfarið greindi þýski miðillinn Bild frá því að samband De Ligt og Tuchel væri í molum.

„Þegar ég spila ekki þá fara sögur strax af stað að segja að ég sé ekki ánægður og vilji fara. Ég vil auðvitað spila einhverja leiki en ég hef enga ástæðu til að kvarta. Mér líður enn mjög vel hjá Bayern," sagði De Ligt í viðtali við hollenska miðilinn Voetbal International.

De Ligt sat allan tíman á varamannabekk hollenska landsliðsins sem vann Skotland 4-0 í æfingaleik í gær.


Athugasemdir
banner
banner