Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 20:12
Brynjar Ingi Erluson
Diljá skoraði fjögur í stórsigri Leuven - Markahæst með 17 mörk
Diljá Ýr er að eiga stórkostlegt tímabil með Leuven
Diljá Ýr er að eiga stórkostlegt tímabil með Leuven
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers fór hamförum í 8-0 stórsigri Leuven á Genk í meistarariðli belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld en hún skoraði fjögur fyrir heimakonur.

Diljá hafði skorað þrettán deildarmörk fyrir leikinn í kvöld og var ákveðin í að koma sér í forystu í baráttu um markadrottningatitilinn.

Fyrsta mark hennar kom á 6. mínútu leiksins áður en liðsfélagi hennar, Nikee Van Dijk, bætti við öðru.

Van Dijk gerði annað mark snemma í þeim síðari áður en Diljá bætti við öðru marki sínu.

Sari Kees gerði fimmta mark Leuven áður en Diljá fullkomnaði þrennu sína með marki úr vítaspyrnu þegar um það bil hálftími var eftir af leiknum.

Diljá var ekki hætt. Fjórða mark hennar kom nokkrum mínútum síðar með góðu skoti úr teignum og hennar 17. mark á tímabilinu, en hún er nú markahæst í deildinni og með þriggja marka forystu á Amelie Delabre, leikmann Anderlecht.

Leuven er á toppnum með 25 stig eins og Standard Liege, en betri markatölu.

Emelía Óskarsdóttir kom þá inn af bekknum á 68. mínútu í 1-0 tapi Köge gegn Nordsjælland í meistarariðli dönsku úrvalsdeildarinnar. Köge er í 3. sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner