Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 12:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úrvalsdeildin hyggst samþykkja yfirtöku 777 Partners á Everton
Farhad Moshiri eigandi Everton
Farhad Moshiri eigandi Everton
Mynd: EPA

Það lítur út fyrir að eigendaskipti á Everton muni ganga í gegn fljótlega en Úrvalsdeildin hyggst samþykkja yfirtöku 777 Partners á félaginu.


Fjárfestingahópurinn 777 Partners náði samkomulagi við Farhad Moshiri eiganda Everton í september. Hópurinn þarf nú að uppfylla nokkur ströng skilyrði áður en hægt er að veita fullt samþykki. Ferlið þarf að fara í gegnum óháða eftirlitsnefnd.

777 Partners hefur þegar dælt miklum peningum í félagið en talið er að hópurinn muni vera búinn að lána félaginu 200 milljónir punda í apríl.

Hópurinn er frekar fyrirferðamikið í fótboltaheiminum en það á hlut í Sevilla, Genoa, Hertha Berlin og Standard Liege.


Athugasemdir
banner
banner