Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   sun 24. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Endrick lék eftir það sem hann gerði í tölvuleik - „Ótrúleg minning“
Mynd: EPA
Endrick varð í gær yngsti leikmaðurinn til að skora í landsleik á Wembley en hann gerði eina markið í 1-0 sigri Brasilíu á Englandi.

Brasilíumaðurinn skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark eftir að hafa komið inn a sem varamaður og varð um leið yngsti leikmaðurinn til að skora síðan 1994.

Endrick hafði lengi dreymt um að skora fyrir landsliðið og meira að segja gert það í tölvuleik.

„Þetta er ótrúlegt. Ég var að spila tölvuleik þar sem ég skoraði mitt fyrsta landsliðsmark með Brasilíu á Wembley. Ég hugsaði endalaust um það og það var geggjað. Þetta er ótrúleg minning fyrir mig,“ sagði Endrick við fjölmiðla í gær.

Endrick er eitt allra mesta efni Brasilíu en hann mun í sumar ganga í raðir Real Madrid frá Palmeiras.
Athugasemdir
banner
banner
banner