Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ívar Orri og Helgi Mikael fara í Evrópuverkefni
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri Kristjánsson heldur til Hollands í næstu viku og mun dæma leik AZ Alkmaar og Ilves frá Finnlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Búast má við hörkuleik en Ilves vann fyrri viðureignina 4-3 í Tampere í gær.

Birkir Sigurðarson og Ragnar Þór Bender verða aðstoðardómarar í leiknum í næstu viku og fjórði dómari verður Þórður Þorsteinsson Þórðarson.

Næsta dómaraverkefni Ívars Orra verður hinsvegar leikur KR og Breiðabliks á morgun en Birkir og Ragnar verða líka með honum í því verkefni.

Helgi Mikael Jónasson fær líka Evrópuverkefni næsta fimmtudag. Hann mun dæma leik AIK í Svíþjóð sem tekur á móti Paide Linnameeskond frá Eistlandi.

AIK vann fyrri viðureignina 2-0. Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson verða aðstoðardómarar og Jóhann Ingi Jónsson.
Athugasemdir
banner