Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
   fös 25. júlí 2025 11:16
Elvar Geir Magnússon
Gyökeres í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun
Viktor Gyökeres fer í læknisskoðun á morgun.
Viktor Gyökeres fer í læknisskoðun á morgun.
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Viktor Einar Gyökeres heldur í læknisskoðun hjá Arsenal sem verður framkvæmd á morgun. Gyökeres mætir til Lundúna í dag.

Það hefur tekið sinn tíma fyrir Arsenal að ná þessum kaupum yfir línuna en Gyökeres sjálfur gerði Sporting Lissabon það ljóst að hann vildi fara til Arsenal.

The Athletic segir kaupverðið 63,5 milljónir evra en upphæðin gæti svo hækkað um 10 milljónir í viðbót eftir ákæðum.

Gyökeres, sem er 27 ára og hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting, mun skrifa undir fimm ára samning og fá treyju númer 14, sama númer og goðsögnin Thierry Henry bar hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner