Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. júlí
EM kvenna
þriðjudagur 1. júlí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
laugardagur 26. júlí
WORLD: International Friendlies
Katar - Udinese - 16:00
Eliteserien
Bodö/Glimt - Valerenga - 16:00
Haugesund - Ham-Kam - 14:00
Kristiansund - KFUM Oslo - 14:00
Sandefjord - Sarpsborg - 14:00
Úrvalsdeildin
Spartak - Baltica - 12:00
Dinamo - Rostov - 14:30
Sochi - Akron - 17:30
FK Krasnodar - Lokomotiv - 16:00
Elitettan - Women
Bollstanas W - Jitex W - 11:00
Uppsala W - Team TG W - 11:00
KIF Orebro W - Elfsborg W - 11:00
Sunnana W - Hacken-2 W - 11:00
fös 25.júl 2025 14:30 Mynd: Burnley
Magazine image

Spáin fyrir enska: 20. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Við byrjum á nýliðum Burnley sem er spáð neðsta sætinu.

Frá því síðast þegar Burnley var uppi.
Frá því síðast þegar Burnley var uppi.
Mynd/EPA
Scott Parker er stjóri Burnley.
Scott Parker er stjóri Burnley.
Mynd/Burnley
James Trafford er á leið til Man City og er það mikið högg að missa hann.
James Trafford er á leið til Man City og er það mikið högg að missa hann.
Mynd/EPA
Maxime Esteve er algjör lykilmaður í sterkum varnarleik Burnley.
Maxime Esteve er algjör lykilmaður í sterkum varnarleik Burnley.
Mynd/Burnley
Kyle Walker gekk í raðir Burnley á dögunum.
Kyle Walker gekk í raðir Burnley á dögunum.
Mynd/Burnley
Fyrrum NFL stjarnan JJ Watt er í eigandahópi Burnley.
Fyrrum NFL stjarnan JJ Watt er í eigandahópi Burnley.
Mynd/Burnley
Josh Cullen fagnar marki.
Josh Cullen fagnar marki.
Mynd/EPA
Mike Tresor hér í baráttu við Darwin Nunez.
Mike Tresor hér í baráttu við Darwin Nunez.
Mynd/EPA
Hárprúði miðjumaðurinn Hannibal Mejbri.
Hárprúði miðjumaðurinn Hannibal Mejbri.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Axel Tuanzebe gekk í raðir Burnley í sumar.
Axel Tuanzebe gekk í raðir Burnley í sumar.
Mynd/EPA
Frá Turf Moor, heimavelli Burnley.
Frá Turf Moor, heimavelli Burnley.
Mynd/EPA
Burnley er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir eitt ár í Championship, næst efstu deild. Burnley liðið var stórkostlegt í Championship-deildinni í fyrra og endaði í öðru sæti með 100 stig. Liðið fór í gegnum 33 leiki án þess að tapa en undir stjórn Scott Parker breyttist liðið heilmikið og fór eiginlega aftur í sömu einkenni og þekktust undir handleiðslu Sean Dyche. Varnarleikurinn var númer eitt, tvö og þrjú og var Burnley í fyrra langbesta varnarlið í nútímasögu Championship. Burnley fékk aðeins á sig 16 mörk í 46 leikjum - sem er magnað - og hélt 30 sinnum hreinu. Það var í raun ótrúlegt að Burnley hafi ekki unnið deildina miðað við árangurinn.

Burnley býr sig nú undir tímabilið 2025–26. Utan vallar er félagið orðið ansi áhugavert með fyrrum NFL stjörnuna JJ Watt í eigendahópnum og skemmtileg myndbönd á samfélagsmiðlum sem slá alltaf í gegn. Innan vallar er grunnurinn byggður á varnarsinnuðum leikstíl Scott Parker. Joe Hart, fyrrum markvörður Burnley og enska landsliðsins, sagði nýverið að Parker muni beita skipulögðu leikplani og spila þéttari leikstíl sem hentar betur til að lifa af í ensku úrvalsdeildinni en áhættusamur fótbolti Vincent Kompany sem kolfelldi Burnley síðast þegar liðið var uppi.

Varnarsinnaður leikstíll hefur áður hentað Burnley í ensku úrvalsdeildinni og það er spurning hvort að það verði aftur raunin núna. Það er mikið áfall að missa markvörðinn James Trafford núna stuttu fyrir mót en hann er að ganga í raðir Manchester City og félagið þarf svo sannarlega að fylla vel í hans skarð. Samkeppnin í neðri hluta deildarinnar er mikil og eins og staðan er núna búast flestir við því að sterkur varnarleikur verði ekki nóg og að Burnley fari lóðbeint aftur niður. Það hjálpar líka alls ekki að það er óvissa um Josh Brownhill, þeirra markahæsta leikmann á síðasta tímabil, og er hann samningslaus þessa stundina. Hann var líka fyrirliði liðsins og mikill leiðtogi.

Stjórinn: Scott Parker hefur fært Burnley stöðugleika og styrk síðan hann tók við stjórn liðsins sumarið 2024, eftir að Vincent Kompany fór óvænt til Bayern München. Á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn kom Parker liði Burnley aftur upp með ótrúlega vel skipulagðan varnarleik að leiðarljósi. Það er ótrúlegur munur á fótboltanum sem Parker spilar með liðið miðað við hvernig þetta var hjá Kompany, sem reyndi að spila sóknarpressubolta, en það virkaði afar vel í næst efstu deild á síðasta tímabili. Núna fær Parker stærra próf en það hefur ekki gengið vel hjá honum í ensku úrvalsdeildinni með Bournemouth og Fulham. Núna þarf hann að gera betur.

Leikmannaglugginn: Burnley hefur sótt nokkuð marga leikmenn í glugganum en það verður að setja spurningamerki við það hvort þetta séu nógu góðir leikmenn til að hjálpa liðinu að halda sér uppi. Eins og áður segir að þá er líka mikið áfall að missa Trafford en hann er á leið til Man City.

Komnir:
Loum Tchaouna frá Lazio - 13 milljónir punda
Quilindschy Hartman frá Feyenoord - 10,2 milljónir punda
Marcus Edwards frá Sporting - 8,4 milljónir punda
Kyle Walker frá Man City - 5 milljónir punda
Max Weiss frá Karlsruhe - 4,3 milljónir punda
Jacob Bruun Larsen frá Stuttgart - 3,5 milljónir punda
Axel Tuanzebe frá Ipswich - Á frjálsri sölu
Zian Flemming frá Millwall - Óuppgefið kaupverð
Jaidon Anthony frá Bournemouth - Óuppgefið kaupverð
Bashir Humphreys frá Chelsea - Óuppgefið kaupverð

Farnir:
Andréas Hountondji til St Pauli - Á láni
CJ Egan-Riley til Marseille - Á frjálsri sölu
Josh Brownhill - Samningur rann út
Jonjo Shelvey - Samningur rann út
Nathan Redmond - Samningur rann út
Jeremy Sarmiento til Brighton - Var á láni

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Maxime Esteve er algjör lykilmaður í sterkum varnarleik Burnley og verður hann enn mikilvægari núna þegar Trafford er að fara til City. Hann er sterkur í loftinu, góður á boltanum og var gífurlega sterkur í Championship í fyrra. Esteve var líklega þeirra mikilvægasti maður í sterkum varnarleik. Hann er líka með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem er gott.

Josh Cullen er gríðarlega vinnusamur miðjumaður sem átti frábært tímabil í Championship í fyrra. Það var aðeins Esteve sem spilaði fleiri mínútur en hann í liði Burnley og er hann mikilvægur í plani Scott Parker. Hann er öflugur alhliða miðjumaður sem er með góðar sendingar og frábær í að vinna boltann.

Zian Flemming er sterkur sóknarmaður sem var næst markahæsti leikmaður Burnley á eftir Brownhill í fyrra. Flemming var á láni hjá Burnley á síðustu leiktíð og var fenginn alfarið yfir í sumar. Hefur sýnt að hann getur skorað í Championship en núna er spurning hvort að hann geti tekið stökkið upp í ensku úrvalsdeildina og skorað þar.

Fylgist með: Mike Tresor er áhugaverður leikmaður sem stuðningsmenn Burnley skilja lítið í. Það var mikið umtal um hann eftir að hann stóð sig virkilega vel með Genk í Belgíu og var fenginn til Burnley en hann hefur lítið gert eftir að hann kom til Englands. Hann spilaði aðeins einn leik í fyrra og furðuðu stuðningsmenn Burnley sig á því. Eitthvað var í gangi á milli hans og Scott Parker en hann var líka eitthvað meiddur. Hann var í raun helst bara gleymdur. Stuðningsmenn Burnley vonast til að þessi hæfileikaríki kantmaður verði öflugur á komandi tímabili og minni á sig. Hannibal Mejbri er annar leikmaður sem á að fylgjast með; hárprúður miðjumaður sem var áður í akademíu Manchester United.

Besta og versta mögulega niðurstaða: Líklegasta niðurstaðan er sú að Burnley fari beint aftur niður í neðsta sæti og versta niðurstaðan er sú að það gerist og liðið minni á Southampton frá því í fyrra. Besta niðurstaðan fyrir Burnley er að liðið rétt bjargi sér frá falli.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. ?
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir
banner