
Breiðablik krækti í bandarískan markvörð á dögunum, Kayla Elizabeth Burns kom úr háskólaboltanum og samdi við félagið.
Katherine Devine var hins vegar í markinu hjá Blikum í sigrinum gegn Þrótti í gær. Katherine hefur verið að glíma við meiðsli og þess vegna var Kayla sótt, en Katherine er núna klár og Kayla er meidd.
Katherine Devine var hins vegar í markinu hjá Blikum í sigrinum gegn Þrótti í gær. Katherine hefur verið að glíma við meiðsli og þess vegna var Kayla sótt, en Katherine er núna klár og Kayla er meidd.
„Það er því miður gömul saga og ný að við erum með meiddan markvörð," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í gær.
„En sem betur fer er Kate (Katherine Devine) heil núna, en við þurftum að bæta við okkur markmanni til öryggis þar sem við vorum ekki alveg viss með ástandið hennar Kate. En þú sást Kate í dag, hún er alveg 100% og spilaði virkilega vel."
Telma Ívarsdóttir varði mark Breiðabliks fyrri hluta tímabils en hún er farin aftur út til Rangers eftir að hafa verið á láni hjá Blikum.
Athugasemdir