Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Skrópaði á æfingu hjá Juve - Vill úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz vill ólmur fara frá Juventus. Hann er óánægður í ítalska boltanum og vill skipta aftur yfir til Englands.

Hann er staðráðinn í að fara sem fyrst svo hann skrópaði á æfingu hjá Juventus í gær. Fabrizio Romano greindi frá því og að leikmaðurinn verður sektaður fyrir þessa heðgun sína.

Luiz var lykilmaður í sterku uppgangsliði Aston Villa yfir nokkurra ára skeið þar til hann var seldur til Juventus í fyrra.

Hann stóðst engan veginn væntingar á sínu fyrsta tímabili með Juve og heimtar núna að vera seldur. Félagið vill selja en er ekki reiðubúið til að gefa afslætti í ljósi mikils áhuga.

Everton og West Ham United hafa verið nefnd til sögunnar sem áhugasöm félög.

Luiz er 27 ára gamall og kom aðeins við sögu í 27 leikjum með Juve á síðustu leiktíð, oftast inn af varamannabekknum.
Athugasemdir