„Þetta er ekki það svalasta, ég verð að viðurkenna það. Ég myndi gjarnan vera án hennar," segir Frederik Schram, markmaður Vals, við Fótbolta.net.
Hann hefur í undanförnum tveimur leikjum spilað með andlitsgrímu þar sem hann fékk högg á andltiið í lok leiks gegn Flora Tallinn fyrir átta dögum síðan. Hann gat ekki spilað síðustu mínúturnar gegn Flora en hefur spilað síðustu tvo leiki. Hann var maður leiksins gegn Kauno Zalgiris í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni í gær, liðin spiluðu í Kaunas í gær, 1-1 lokatölur og liðin mætast á Hlíðarenda næsta fimmtudag í seinni leiknum.
Frederik ræddi við Fótbolta.net um grímuna og hvernig sé að spila með hana.
Hann hefur í undanförnum tveimur leikjum spilað með andlitsgrímu þar sem hann fékk högg á andltiið í lok leiks gegn Flora Tallinn fyrir átta dögum síðan. Hann gat ekki spilað síðustu mínúturnar gegn Flora en hefur spilað síðustu tvo leiki. Hann var maður leiksins gegn Kauno Zalgiris í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni í gær, liðin spiluðu í Kaunas í gær, 1-1 lokatölur og liðin mætast á Hlíðarenda næsta fimmtudag í seinni leiknum.
Frederik ræddi við Fótbolta.net um grímuna og hvernig sé að spila með hana.
Lestu um leikinn: Zalgiris 1 - 1 Valur
„En hún verndar nefið og er nauðsynleg í nokkrar vikur, kannski mánuð í viðbót."
„Ég fékk olnboga beint á nefið og heyrði strax brakhljóð. Og þegar blóðið fór að renna út úr nefinu og niður hálsinn, þá vissi ég að þetta væri ekki alveg í lagi."
„Sem betur fer komst ég fljótt að hjá sérfræðingi eftir að við lentum á Íslandi. Þetta er frekar einfalt beinbrot og þa er ekki hættulegt fyrir mig að spila í þessu ástandi," segir Frederik.
Hann verður að öllum líkindum aftur í eldlínunni á sunnudag þegar FH kemur í heimsókn á N1 völlinn að Hlíðarenda í 16. umferð Bestu deildarinnar.
Frederik sneri aftur til Vals í vor eftir að hafa farið til Roskilde í Danmörku síðasta sumar. Frederik hefur verið einn allra besti markmaður Bestu deildarinnar frá því að hann kom til Íslands sumarið 2022. Hann er þrítugur og á að baki sjö A-landsleiki.
Athugasemdir