Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 12:35
Elvar Geir Magnússon
Búningasett Víkings týndist í ferðalaginu til Albaníu
Mynd: Hörður Ágústsson
Víkingur tapaði fyrri leik sínum gegn Vllaznia í Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Víkingur skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en fékk tvö á sig í seinni hálfleik.

Þeir lentu í veseni á leiðinni til Albaníu en búningataskan týndist í ferðalaginu. Macron á Ísland brást hinsvegar hratt við og með aðstoð Macron í Albaníu var nýju búningsetti reddað á sólarhring.

Lestu um leikinn: Vllaznia 2 -  1 Víkingur R.

Athygli vakti að auglýsing Húsasmiðjunnar var ekki framan á treyjunum sem Víkingur klæddist í gær.

Víkingur leikur seinni leik sinn gegn Vllaznia í Fossvoginum næsta fimmtudag og þarf að snúa dæminu við til að komast áfram í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner