Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 15:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gyökeres fær goðsagnarkennt númer hjá Arsenal
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres mun fá goðsagnarkennt númer hjá Arsenal þegar hann gengur í raðir félagsins.

Gyökeres er að fara að fljúga til London þar sem hann verður staðfestur sem nýr leikmaður Lundúnafélagsins.

Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Gyökeres hafi gert kröfu á það að fá treyju númer 14 hjá Arsenal og hann fái það númer hjá félaginu.

Þetta númer er auðvitað goðsagnarkennt hjá Arsenal en Thierry Henry var lengi með það á bakinu.

Síðasti leikurinn til að vera með þetta númer á bakinu hjá Arsenal var Eddie Nketiah en það er vonandi að það gangi betur hjá Gyökeres með það.
Athugasemdir
banner